Nýliðar segja framtíð Formúlu 1 bjarta 23. nóvember 2009 10:07 John Both telur að framtíð Formúlu 1 sé björt, þrátt fyrir brotthvarf þriggja bílaframleiðenda á stuttum tíma. Hann segir einkarekinn lið mun betri kostur en keppnislið sem bílaframleiðendur stýra. Aðeins Ferrari, Renault og Mercedes eru eftir í Formúlu 1, en engu að síður verða 13 lið á ráslínunni á næsta ári, þremur fleira en í ár. Booth á eitt nýrra liða sem nefnirst Manor Motorsport. Liðið hefur ráðið Timo Glock sem ökumann og líkur eru á að Lucas di Grassi verði annar ökumaður liðsins. Manor hefur náð góðum árangri í öðrum mótaröðum. "Það þurfti eitthvað að breytast þegar til lengri tíma er litið. Bílaframleiðendur voru að ausa ógrynni fjár í Formúlu 1, í raun skammarlega miklu og það gat aldrei gengið upp", sagði Booth um stöðu Formúlu 1 í samtali við Autosport. "Áður fyrr gátu menn keypt sér bíl af liðum og keppt upp á eigin spýtur, en sú tíð er liðin. Engu að síður eru lið rekinn af einkaðilum besti kosturinn og leið til að spara verulega fjármagn. Ég held að Jean Todt, nýi forseti FIA muni ná að skera niður kostnað enn frekar en orðið er. Meirihluti liða er nú sjálfstæður frá bílaframleiðendum og það er kostur", sagði Booth. Hann hefur náð Virgin flugfélaginu á sitt band og lýkur eru á því að lið hans verði kallað Virgin, en Richard Branson eigandi fyrirtækisins auglýsti á Brawn bílunum á þessu ári. Sjá mótaskrá 2010 og lista ökumanna Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
John Both telur að framtíð Formúlu 1 sé björt, þrátt fyrir brotthvarf þriggja bílaframleiðenda á stuttum tíma. Hann segir einkarekinn lið mun betri kostur en keppnislið sem bílaframleiðendur stýra. Aðeins Ferrari, Renault og Mercedes eru eftir í Formúlu 1, en engu að síður verða 13 lið á ráslínunni á næsta ári, þremur fleira en í ár. Booth á eitt nýrra liða sem nefnirst Manor Motorsport. Liðið hefur ráðið Timo Glock sem ökumann og líkur eru á að Lucas di Grassi verði annar ökumaður liðsins. Manor hefur náð góðum árangri í öðrum mótaröðum. "Það þurfti eitthvað að breytast þegar til lengri tíma er litið. Bílaframleiðendur voru að ausa ógrynni fjár í Formúlu 1, í raun skammarlega miklu og það gat aldrei gengið upp", sagði Booth um stöðu Formúlu 1 í samtali við Autosport. "Áður fyrr gátu menn keypt sér bíl af liðum og keppt upp á eigin spýtur, en sú tíð er liðin. Engu að síður eru lið rekinn af einkaðilum besti kosturinn og leið til að spara verulega fjármagn. Ég held að Jean Todt, nýi forseti FIA muni ná að skera niður kostnað enn frekar en orðið er. Meirihluti liða er nú sjálfstæður frá bílaframleiðendum og það er kostur", sagði Booth. Hann hefur náð Virgin flugfélaginu á sitt band og lýkur eru á því að lið hans verði kallað Virgin, en Richard Branson eigandi fyrirtækisins auglýsti á Brawn bílunum á þessu ári. Sjá mótaskrá 2010 og lista ökumanna
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira