Enski boltinn

Reading vonast til þess að semja við Gunnar Heiðar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Mynd/Daníel

Eyjapeyinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem er búinn að vera á reynslu hjá enska b-deildarfélaginu Reading undanfarna daga skoraði bæði mörk varaliðs félagsins í 2-1 sigri liðsins gegn Bristol Rovers í vináttuleik sem var spilaður fyrir luktum dyrum í dag.

Gunnar Heiðar skoraði mörkin tvö snemma leiksins en síðara markið var að sögn vefmiðilsins getbracknell einkar glæsilegt.

Knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers hjá Reading vonast samkvæmt heimildum áðurnefnds vefmiðilsins til þess að geta gengið frá samningi um félagaskipti Gunnars Heiðars á næstu tveimur dögum en Gunnar Heiðar er sem kunnugt er samningsbundinn danska félaginu Esbjerg.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×