Enski boltinn

Fabregas gæti hugsað sér að ljúka ferlinum hjá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas í leik með Arsenal.
Cesc Fabregas í leik með Arsenal. Nordic Photos / AFP

Cesc Fabregas, leikmaður Arsenal, segist vel geta ímyndað sér að hann verði allan sinn feril í röðum félagsins.

Þegar Fabregas var fimmtán ára gamall fór hann frá Barcelona til Arsenal en hann er 22 ára í dag. Hann hefur ítrekað verið orðaður við Börsunga og hafa spænskir fjölmiðlar fullyrt að nú þegar sé samkomulag til staðar um að Fabregas fari til Börsunga næsta sumar.

Þegar Fabregas var svo spurður hvort hann gæti hugsað sér að ljúka ferlinum hjá Arsenal sagði hann að hann hefði svo sem aldrei leitt hugann að því.

„Ég hef aldrei pælt í því. Ég er 22 ára gamall og maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni - en af hverju ekki? Ég er nú á mínu sjöunda tímabili hjá félaginu og er virkilega hamingjusamur. Mér hefur aldrei liðið jafn vel."

„En vangaveltur um framtíð mína hafa verið til staðar í mörg ár og þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Ef eitthvað gerist þá gerist það - ég ætla ekki að breyta mínum hugsunarhætti út af því."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×