Horfði á ættarsetrið brenna í sjónvarpinu Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 10. júlí 2009 21:08 Jón Ragnarsson. Hótel Valhöll var í eigu fjölskyldu Jóns Ragnarssonar veitingamans í um fjörutíu ár. Foreldrar hans þau Ragnar Jónsson og Júlíana Sigurbjörg Erlendsdóttir eignuðust hótelið árið 1963 og var það í eigu fjölskyldunnar allt til ársins 2002 þegar íslenska ríkið keypti húsið. Það var því að vonum erfitt fyrir Jón að fylgjast með fréttum í kvöld þar sem hann horfði á Hótel Valhöll í ljósum logum. „Þetta hótel hafði mikla sálræna þýðingu fyrir mína fjölskyldu," segir Jón Ragnarsson, fyrrum eigandi Hótel Valhallar. „Maður var þarna um langt árabil við þennan rekstur. Öll sumur sem unglingur þannig að það var sjokk að horfa á þetta í kvöld." Hann segir hótelið eiga sinn stað í hjarta þjóðarinnar. Gjarnan sé litið á það sem órjúfanlegan hluta Þingvalla. Honum finnst því vart annað koma til greina en að reisa hótelið á ný í sömu mynd. „Hótelið var oft á tíðum ímynd Þingvalla," segir hann og rifjar upp sögu: „Einhvern tímann var Séra Heimir heitinn Steinsson, þjóðgarðsvörður, að ræða við mann á leiðunum um málefni líðandi stundar. Þessi maður var með börnin sín með sér og þeim var eitthvað farið að leiðast biðin eftir pabba sínum svo þau kölluðu á hann: „Pabbi, komdu út á Þingvöll að kaupa ís." Þá var Valhöll Þingvöllur í þeirra augum. Heimir leit víst snúðugt á börnin," segir Jón og hlær við upprifjunina. Jón segir rekstrargrundvöll hótelsins þó vera gjörbreyttan frá því sem áður var. „Hér áður fyrr biðu menn vorsins til að komast á Þingvöll. Það hefur breyst nú í seinni tíð. Aðstæður er öðruvísi, til dæmis er búið að leiða alla traffík frá staðnum og þess háttar." Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Fella úr gildi leyfi til að hýsa hælisleitendur í JL-húsinu Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Sjá meira
Hótel Valhöll var í eigu fjölskyldu Jóns Ragnarssonar veitingamans í um fjörutíu ár. Foreldrar hans þau Ragnar Jónsson og Júlíana Sigurbjörg Erlendsdóttir eignuðust hótelið árið 1963 og var það í eigu fjölskyldunnar allt til ársins 2002 þegar íslenska ríkið keypti húsið. Það var því að vonum erfitt fyrir Jón að fylgjast með fréttum í kvöld þar sem hann horfði á Hótel Valhöll í ljósum logum. „Þetta hótel hafði mikla sálræna þýðingu fyrir mína fjölskyldu," segir Jón Ragnarsson, fyrrum eigandi Hótel Valhallar. „Maður var þarna um langt árabil við þennan rekstur. Öll sumur sem unglingur þannig að það var sjokk að horfa á þetta í kvöld." Hann segir hótelið eiga sinn stað í hjarta þjóðarinnar. Gjarnan sé litið á það sem órjúfanlegan hluta Þingvalla. Honum finnst því vart annað koma til greina en að reisa hótelið á ný í sömu mynd. „Hótelið var oft á tíðum ímynd Þingvalla," segir hann og rifjar upp sögu: „Einhvern tímann var Séra Heimir heitinn Steinsson, þjóðgarðsvörður, að ræða við mann á leiðunum um málefni líðandi stundar. Þessi maður var með börnin sín með sér og þeim var eitthvað farið að leiðast biðin eftir pabba sínum svo þau kölluðu á hann: „Pabbi, komdu út á Þingvöll að kaupa ís." Þá var Valhöll Þingvöllur í þeirra augum. Heimir leit víst snúðugt á börnin," segir Jón og hlær við upprifjunina. Jón segir rekstrargrundvöll hótelsins þó vera gjörbreyttan frá því sem áður var. „Hér áður fyrr biðu menn vorsins til að komast á Þingvöll. Það hefur breyst nú í seinni tíð. Aðstæður er öðruvísi, til dæmis er búið að leiða alla traffík frá staðnum og þess háttar."
Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Fella úr gildi leyfi til að hýsa hælisleitendur í JL-húsinu Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Sjá meira