Fótbolti

Wenger ánægður með Eduardo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eduardo fagnar marki sínu með samherjum sínum í kvöld.
Eduardo fagnar marki sínu með samherjum sínum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með Króatíumanninn Eduardo sem skoraði sigurmark Arsenal gegn Standard Liege í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Eduardo var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir leikaraskap í leik Arsenal gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. Banninu var hins vegar nýlega aflétt og honum því frjálst að spila í kvöld.

Arsenal lenti 2-0 undir í leiknum eftir aðeins fimm mínútur en náði að jafna metin. Eduardo skoraði svo sigurmark leiksins af stuttu færi eftir fyrirgjöf.

„Þetta var óhjákvæmilegt með Eduardo,“ sagði Wenger. „Hann lenti í vandræðum þegar þeir skoruðu fyrsta markið en hann er sú sá leikmaður sem er alltaf stórhættulegur þegar fyrirgjöf kemur fyrir markið.“

Eduardo mistókst að hreinsa boltann frá marki eftir hornspyrnu og skoraði Eliaquim Mangala fyrra mark Standard í leiknum í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×