Lífið

Tónlist Barða í stórmyndum

Með puttana víða Barði á lög í myndum sem Colin Farrell og Catherine Deneuve leika í.
Með puttana víða Barði á lög í myndum sem Colin Farrell og Catherine Deneuve leika í.
„Þetta er nú bara hlutur sem gerist án þess að ég sé eitthvað með puttana í því,“ segir Barði Jóhannsson, kenndur við Bang Gang, en lög eftir hann hafa verið að heyrast í alþjóðlegum stórmyndum eða í kynningum á þeim. Í stiklu fyrir kvikmyndina Triage með Colin Farrell og Christopher Lee má heyra Bang Gang-lagið „Inside“, og fyrr á árinu var Bang Gang-lagið „Lost in Wonderland“ notað í auglýsingar stöðvarinnar Sky Movies.

„Í sumar var svo lagið „Bright Lights“ notað í myndinni La fille du rer með Catherine Deneuve. „Þetta lag var samið og sungið af mér og Craig Walker og pródúserað af mér,“ segir Barði. Lagið er á plötunni Siamese, sem kom út í lok sumars. Þó að platan sé stíluð á Craig Walker, er hún í raun samstarfsverkefni Craigs og Barða, þeir syngja og semja saman öll lögin.

Craig er númer í Frakklandi. Var áður í ensku hljómsveitinni Archive, sem hefur selt þrjár milljónir platna í Frakklandi. „Svo er bara spurning hvenær eitthvað af nýju Lady & Bird-plötunni detti einhvers staðar inn,“ gantast Barði. Fyrir utan að vera tónlistarmaður reynir Barði nú fyrir sér sem útgefandi með Kölska, undirmerki Senu. Kölski gefur út plötur með hljómsveitunum Ourlives og Diktu á allra næstu dögum, Ourlives á föstudaginn og Diktu á mánudaginn.- drg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.