Sænski raftónlistarmaðurinn Familjen, sem heitir réttu nafni Johan T. Karlsson, ætlar að troða upp á skemmtistaðnum Nasa föstudagskvöldið 6. febrúar.
Familjen sló í gegn á síðustu Airwaves-hátíð og var að mörgum talinn einn af hápunktum hennar. Lagið Det snurrar i min skalle hefur verið að gera góða hluti á öldum ljósvakans að undanförnu og nýverið hlaut Familjen sænsku Grammy-verðlaunin fyrir besta myndbandið.
Miðasala á tónleikana hefst í næstu viku á Midi.is. Upplýsingar um miðaverð og upphitun verður tilkynnt innan tíðar.