Styttri fæðingarorlof eða lægri greiðslur 29. nóvember 2009 19:04 Verðandi foreldrar munu standa frammi því vali að stytta fæðingarorlof sitt um mánuð eða þiggja sautján prósenta lægri greiðslu frá fæðingarorlofssjóði. Greiðslur úr fæðingarorlofssjóði verða skertar um 1200 milljónir á næsta ári. Fyrir fáeinum dögum stóð til að gera þ að með því að lækka hámarksgreiðslur til foreldra úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund og að greiðslurnar yrðu aldrei hærri en 75 prósent af launum yfir 200 þúsundum. Frá þessum áformum hefur verið horfið. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um mánuð. Þennan eina mánuð getur foreldri nýtt sér þegar barnið er tveggja eða þriggja ára. Yrði þá foreldraorlof sem þyrfti að taka í samráði við vinnuveitanda. Hugnist foreldrum ekki sú leið stendur þeim til boða að taka fullt orlof en greiðslur úr fæðingarorlofssjóði munu þó skerðast um einn mánuð. Þessi eini mánuður verður tekinn af þeim þremur mánuðum sem foreldrar eiga nú sameiginlega. 17% lægri greiðslur Tökum dæmi af einstæðri móður sem fær 250 þúsund krónur úr fæðingarorlofssjóði. Þetta þýðir að hún getur valið á milli þess að vera fimm mánuði með nýfæddu barni sínu eða taka fulla sex mánuði, þar sem greiðslurnar eru 17% lægri en gildandi lög kveða á um. „Málið er það ef þessi kona er tekjulág þá tekur hún ákvörðun og velur sex mánuði. Hennar fæðingarorlof skerðist tiltillögu lítið því hún er það tekjulág því verið að verja þann hóp. Sé hún aftur á móti í þeim aðstæðum að hún geti fundið aðrar leiðir út úr þessu og velja að fresta einum mánuði þá velur hún það," segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður félags- tryggingamálanefndar Alþingis. Mynd/GVA Illa ígrundaðar tillögur Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir hugmyndirnar illa ígrundaðar, ekki sé horft til barnanna sjálfra né aukinn kostnað sveitarfélaga, sem þurfi væntanlega að greiða meira í niðurgreiðslu til dagmæðra. Einhver þarf jú að sinna blessuðum börnunum. „Mér finnst í rauninni makalaust hvernig ríkisstjórnin er að fara inn í fæðingarorlofið. Þessi ríkisstjórn sem færði jafnréttismálin inn í forsætisráðuneytið til að undirstrika mikilvægi jafnréttismála en síðan er það eina sem henni dettur í hug í niðurskurði er að fara inn í fæðingarorlofssjóðinn í þriðja sinn," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sá sér ekki fært að veita viðtal vegna málsins en þau skilaboð bárust frá henni að búið væri að taka þá ákvörðun að vinna eftir þeim hugmyndum að stytta fæðingarorlof og vinna við frumvarp þess efnis hefjist á allra næstu dögum. Tengdar fréttir Foreldrar geymi síðasta mánuðinn í þrjú ár Ríkisstjórnin hefur fallið frá því að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um einn mánuð. 29. nóvember 2009 12:09 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Verðandi foreldrar munu standa frammi því vali að stytta fæðingarorlof sitt um mánuð eða þiggja sautján prósenta lægri greiðslu frá fæðingarorlofssjóði. Greiðslur úr fæðingarorlofssjóði verða skertar um 1200 milljónir á næsta ári. Fyrir fáeinum dögum stóð til að gera þ að með því að lækka hámarksgreiðslur til foreldra úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund og að greiðslurnar yrðu aldrei hærri en 75 prósent af launum yfir 200 þúsundum. Frá þessum áformum hefur verið horfið. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um mánuð. Þennan eina mánuð getur foreldri nýtt sér þegar barnið er tveggja eða þriggja ára. Yrði þá foreldraorlof sem þyrfti að taka í samráði við vinnuveitanda. Hugnist foreldrum ekki sú leið stendur þeim til boða að taka fullt orlof en greiðslur úr fæðingarorlofssjóði munu þó skerðast um einn mánuð. Þessi eini mánuður verður tekinn af þeim þremur mánuðum sem foreldrar eiga nú sameiginlega. 17% lægri greiðslur Tökum dæmi af einstæðri móður sem fær 250 þúsund krónur úr fæðingarorlofssjóði. Þetta þýðir að hún getur valið á milli þess að vera fimm mánuði með nýfæddu barni sínu eða taka fulla sex mánuði, þar sem greiðslurnar eru 17% lægri en gildandi lög kveða á um. „Málið er það ef þessi kona er tekjulág þá tekur hún ákvörðun og velur sex mánuði. Hennar fæðingarorlof skerðist tiltillögu lítið því hún er það tekjulág því verið að verja þann hóp. Sé hún aftur á móti í þeim aðstæðum að hún geti fundið aðrar leiðir út úr þessu og velja að fresta einum mánuði þá velur hún það," segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður félags- tryggingamálanefndar Alþingis. Mynd/GVA Illa ígrundaðar tillögur Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir hugmyndirnar illa ígrundaðar, ekki sé horft til barnanna sjálfra né aukinn kostnað sveitarfélaga, sem þurfi væntanlega að greiða meira í niðurgreiðslu til dagmæðra. Einhver þarf jú að sinna blessuðum börnunum. „Mér finnst í rauninni makalaust hvernig ríkisstjórnin er að fara inn í fæðingarorlofið. Þessi ríkisstjórn sem færði jafnréttismálin inn í forsætisráðuneytið til að undirstrika mikilvægi jafnréttismála en síðan er það eina sem henni dettur í hug í niðurskurði er að fara inn í fæðingarorlofssjóðinn í þriðja sinn," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sá sér ekki fært að veita viðtal vegna málsins en þau skilaboð bárust frá henni að búið væri að taka þá ákvörðun að vinna eftir þeim hugmyndum að stytta fæðingarorlof og vinna við frumvarp þess efnis hefjist á allra næstu dögum.
Tengdar fréttir Foreldrar geymi síðasta mánuðinn í þrjú ár Ríkisstjórnin hefur fallið frá því að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um einn mánuð. 29. nóvember 2009 12:09 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Foreldrar geymi síðasta mánuðinn í þrjú ár Ríkisstjórnin hefur fallið frá því að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um einn mánuð. 29. nóvember 2009 12:09
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent