Innlent

Efla Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna

Efla á Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna með því að tvöfalda starfsemi hennar og opna nýja starfsstöð.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingarmálaráðherra, tilkynnti um áformin á blaðamannafundi skömmu fyrir hádegi. Miðað er við að átta til tíu starfsmenn starfi á nýrri starfsstöð sem verður við Sóltún 26 og opnar hún í næstu viku. Fjórum stöðugildum verður einnig bætt við starfsstöð Ráðgjafastofunnar að Hverfisgötu 6.

Með því á að stytta biðtíma þeirra sem bíða eftir ráðgjöf. Vonast er til að að hægt verði að vinna á þeim biðlista sem myndast hefur á næstu fjórum vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×