Innlent

Rannsóknin snýr að viðskiptavinum KPMG

Höfuðstöðvar KPMG.
Höfuðstöðvar KPMG.
Vegna húsleitar embættis Sérstaks saksóknara hjá KPMG í dag, vill félagið koma því á framfæri að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptavinum fyrirtækisins en ekki félaginu sjálfu.

„Félagið mun leitast við að veita allar umbeðnar upplýsingar og aðstoða embætti Sérstaks saksóknara eftir föngum. Húsleitarheimildin nær til haldlagningar á skjölum og rafrænum gögnum sem tengjast endurskoðun ársreikninga viðkomandi fyrirtækja," segir í yfirlýsingu frá KPMG.


Tengdar fréttir

Húsleitir hjá PWC og KPMG

Starfsmenn frá Embætti sérstaks saksóknara fóru inn í húsakynni PricewaterhouseCoopers hf í Skógarhlíð 12, klukkan tíu í morgun til að leggja




Fleiri fréttir

Sjá meira


×