Fótbolti

Moratti: Ég hef enn mikla trú á Mourinho

Ómar Þorgeirsson skrifar
Massimo Moratti.
Massimo Moratti. Nordic photos/AFP

Forsetinn Massimo Moratti hjá Inter hefur stigið fram og líst því yfir að knattspyrnustjórinn José Mourinho hafi enn allt hans traust þrátt fyrir 2-0 tap liðsins gegn Barcelona á Nývangi á þriðjudagskvöld.

Tapið þýðir að Inter verður helst að vinna Rubin Kazan á San Siro í lokaleik sínum í riðlinum til þess að gulltryggja sæti sitt í 16-liða úrslitunum. Fari svo að Inter geri jafntefli gegn Rubin Kazan þarf liðið að treysta á að Barcelona tapi ekki fyrir Dynamo Kiev í hinum leik riðilsins í lokaumferðinni.

„Tapið gegn Barcelona breytir engu um stöðu Mourinho. Hann hefur gert frábæra hluti með Inter og ég hef enn mikla trú á honum. Mér fannst við annars vera betur skipulagðari en Barcelona inni á vellinum og hefðum þurft að nýta okkur það betur í leiknum," sagði Moratti í viðtali við Gazetta dello Sport í kjölfar þess að ítalskir fjölmiðlar voru í morgun að velta fyrir sér hvort að Mourinho ætti á hættu á að vera rekinn frá félaginu.

Inter er sem stendur á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forskot á Juventus þegar þrettán umferðum er lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×