Formúla 1

Gengi Ferrari afleitt til þessa

Ferrari hefur ekki fengið eitt stig í þremur mótum ársins.
Ferrari hefur ekki fengið eitt stig í þremur mótum ársins.
Meistaralið bílasmiða í Formúlu 1 hefur ekki fengið eitt stig í þremur mótum ársins. Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri liðsins segir hugsanlegt að liðið leggi meiri áherslu á 2010 tímabilið ef ekki fari að ganga betur.

"Liðin sem eru að vinna mót núna höfðu meiri tíma til að undirbúa sig fyrir reglubreytingarnar en við, þar sem við vorum í titilslagnum til loka síðasta árs. Loftdreifirinn er ekkert eina málið sem veldur því að þeim gengur betur. Ef okkur fer ekki að ganga vel í næstu mótum, þá getur vel farið svo að við leggjum meiri áherslu á 2010 tímabilið", sagði Domenicali eftir mótið í Kína í dag.

Felipe Massa hefur ekki komist í endamark í neinu móti og Kimi Raikkönen komst ekki í stigasæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×