Lífið

DÁÐST AÐ MERKUM GÍTURUM

Þrjú Gítarséní Ólafur Gaukur bendir Birni Thoroddsen og Jóni Páli Bjarnasyni á eitthvað sniðugt. Kannski á forláta hvítan Les Paul Custom, sem hann notaði á Hótel Borg í kringum 1970 og er nú til sýnis í Kópavogi.Fréttablaðið/Vilhelm
Þrjú Gítarséní Ólafur Gaukur bendir Birni Thoroddsen og Jóni Páli Bjarnasyni á eitthvað sniðugt. Kannski á forláta hvítan Les Paul Custom, sem hann notaði á Hótel Borg í kringum 1970 og er nú til sýnis í Kópavogi.Fréttablaðið/Vilhelm

Merkileg sýning á gíturum hófst í Tónlistarsafni Íslands, Hábraut 2 í Kópavogi, á þriðjudaginn. Margar kempur úr tónlistar­bransanum lögðu leið sína í safnið til að berja fagrar fjalirnar augum.

Á þessari þriðju sýningu Tónlistar­safnsins eru sýndir nokkrir helstu djass-, rokk- og blúsgítarar landsins sem og helstu tegundir magnara. Sögufræg hljóðfæri eru til sýnis, sem mörg hver voru notuð þegar þekktustu lög Íslandssögunnar voru spiluð inn á band. Þarna má líka sjá fyrsta íslenska rafmagnsgítarinn af tegundinni Strengir, sem Friðgeir Sigurbjörnsson smíðaði á Akureyri árið 1957. Á veggjum hangir fróðleikur um hljóðfærin og eigendasaga þeirra og skein áhuginn úr augum gesta þegar þeir skoðuðu gersemarnar.drgunni@frettabladid.is

Dóri Braga og Hreinn Valdimarsson ræða um svartan Fender Stratocaster.
Óttar Felix Hauksson og Gunnar Örn Sigurðsson við rafmagnsgítar sem sá síðarnefndi smíðaði.


Fermingargítar Rúnars Þórs af gerðinni Futurama.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.