Lífið

Íslenskt listaverk í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg

Skorið í Málm Leifur Breiðfjörð og starfsmenn Teknís virða fyrir sér verkið.
Skorið í Málm Leifur Breiðfjörð og starfsmenn Teknís virða fyrir sér verkið.
Glerlistaverk eftir listamanninn Leif Breiðfjörð mun prýða forstofu innan við aðalinngang St. Giles dómkirkjunnar í Edinborg.

Þetta er í annað sinn sem Leifur vinnur verk fyrir kirkjuna, en áður hafði hann gert glugga sem tileinkaður er minningu skáldsins Roberts Burn. Málmsmiðjan Teknís sér um uppsetningu verksins og hefjast framkvæmdir í næstu viku.

„Það er verið að endurnýja kirkjuna og Leifur var fenginn til að skreyta sérstaka forstofu sem er innan við aðalinngang kirkjunnar. Leifur kom til okkar í Teknís og bað okkur að gefa prufustykki sem hann fór svo með út til Edinborgar, fyrirtækið var svo valið til að sjá um framleiðslu og uppsetningu verksins í kjölfarið. Undirbúningur að verkinu hefur staðið yfir síðan sumarið 2007 en framleiðslan sjálf hófst ekki fyrr en nú í sumar,“ segir Jón Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Teknís.

Tveir starfsmenn fyrirtækisins munu svo fara út til Edinborgar í næstu viku og setja verkið upp. Aðspurður segir Jón Þór þetta vera nokkuð óvanalegt verkefni og það sé sjaldan sem málmsmiðjan taki þátt í uppsetningu listaverks. „Jú, þetta er vissulega svolítið óvenjulegt verkefni. Tæknilega séð er þetta lítið mál en það að við skulum vera að smíða heilt listaverk er óvenjulegt. Það er skemmtilegt að hugsa til þess að verk eftir okkur muni standa í kirkjunni til framtíðar og að lógóið okkar leynist einhvers staðar í horninu,“ segir hann og hlær.

Reiknað er með að starfsmenn Teknís dvelji í viku í Edinborg við uppsetningu verksins. - sm
Listaverk Hér sést málmgrind verksins. Hún verður sett upp í Edinborg í næstu viku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.