Innlent

Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar

Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun.

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að þá verði bæturnar aldrei hærri en 75 prósent af af launum þess sem tekur fæðingarorlof og er með laun yfir 200 þúsundum í stað 80 prósenta áður. Hins vegar verði fæðingarorlofstíminn sá sami og áður. Þá má reikna með að verðbætur verði teknar af ýmsum bótum í almannatryggingakerfinu til að spara í ráðuneytinu endanleg útfærsla á frumvörpum þar að lútandi liggur ekki fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×