Enski boltinn

Bellamy: Á líklega ekki meira en tvö ár eftir í boltanum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Craig Bellamy.
Craig Bellamy. Nordic photos/AFP

Framherjinn málglaði Craig Bellamy hjá Manchester City hefur viðurkennt að hann búist við því að þurfa að leggja skóna á hillina á næstu tveimur árum eða svo.

Hinn þrítugi Bellamy hefur þurft að glíma við erfið hnémeiðsli á ferli sínum og reiknar með því að þau muni á endanum neyða hann til þess að hætta áður en langt um líður.

„Ég veit alveg að ég á ekki einhver fjögur eða fimm ár eftir á ferli mínum vegna hnémeiðslanna sem ég hef gengið í gegnum. Það er líklegra að ég eigi eitt eða tvö ár eftir þannig að það styttist í þetta og því eins gott að maður njóti þess sem maður er að gera.

Þannig hefur þetta líka verið síðan ég kom til City. Ég hef notið hvers einasta augnabliks með félaginu og ætla að gera það áfram," segir Bellamy í viðtali við Manchester Evening News í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×