Innlent

Ekki skorið niður á velferðarsviði

Jórunn Frímannsdóttir
Jórunn Frímannsdóttir

Ekki er útlit fyrir að þjónusta hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar verði skorin niður vegna skekkju sem varð í drögum að fjárhagsáætlun sviðsins upp á allt að 175 milljónir króna.

Skekkjan varð vegna tvítaldra tekna. Jórunn Frímannsdóttir formaður velferðarráðs segir mikilvægt að ekki verði gerð hagræðingarkrafa á sviðið vegna þess svo hægt sé að standa vörð um þjónustuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×