Lífið

Heidi Klum og Seal eignuðust dóttur

Heidi Klum og Seal eignuðust dóttur í fyrradag.
Heidi Klum og Seal eignuðust dóttur í fyrradag.
Þýska fyrirsætan og þáttastjórnandinn Heidi Klum eignaðist sitt fjórða barn í fyrradag. Þetta er þriðja barn hennar og söngvarans Seal en þau eiga tvo drengi sem eru tveggja og þriggja ára. Fyrir átti Heidi fimm ára gamla dóttur með Flavio Briatore.

Í nýlegu viðtali ræddi Heidi um meðgönguna og sagðist enn varla trúa því hvað líkami hennar breytist mikið við það að verða barnshafandi. „Maður fær aldrei nákvæmlega sama vöxt og maður hafði áður en fyrsta barn fæddist, en þó næstum því og ég er ánægð með það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.