Enski boltinn

Erfiðara að spila fyrir Liverpool en Brasilíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
AFP

Brasilíumaðurinn Lucas Leiva segir að það fylgi því meiri pressa að spila fyrir Liverpool en brasilíska landsliðið. Pressan sé það mikil hjá Liverpool.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá er pressan meiri hjá Liverpool. Við í landsliðinu erum komnir á HM en það er samt alltaf pressa á okkur er við spilum," sagði Lucas.

„Við erum í erfiðri stöðu hjá Liverpool og verðum að komast áfram í Meistaradeildinni og ná að vera á meðal fjögurra efstu í deildinni. Þó svo ég sé með landsliðinu líður mér enn illa yfir þessu gengi félagsins. Liðið mun vakna og nú þurfa allir að standa saman."





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×