Kann vel við sig í New York 31. október 2009 04:00 Skemmtilegt og fjölbreytt starf Andrea Helgadóttir hefur starfað sem förðunarfræðingur fyrir nokkra helstu hönnuði og listamenn heims. Hún segir starfið skemmtilegt og fjölbreytt.Fréttablaðið/vilhelm Andrea Helgadóttir förðunarfræðingur hefur verið búsett í New York síðastliðin tíu ár og starfað með ýmsum þekktum tónlistarmönnum, hönnuðum og listamönnum. Andrea nam förðun í París og útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2001. Hún er persónulegur förðunarfræðingur Bjarkar á tónleikaferðalögum og hefur einnig starfað með hönnuðum á borð við Threeasfour og Jeremy Scott. „Ég byrjaði í raun ferilinn sem aðstoðarmaður Bjarkar og sá meðal annars um að farða hana fyrir heimstúrinn árið 1998 og fyrir Voltatúrinn í fyrra. Það skemmtilega við að vinna með Björk er að hún gefur manni frelsi til að vera skapandi,“ segir Andrea Helgadóttir förðunarfræðingur. Að sögn Andreu er starfið skemmtilegt og fjölbreytt og nýlega tók hún að sér starf yfirförðunarfræðings fyrir tískusýningu hönnunarþríeykisins Threeasfour, en þar var verið að frumsýna vorlínu næsta árs. Hönnuðirnir sóttu innblástur sinn til listakonunnar Yoko Ono og var tískusýningin sjálf innblásin af Cut of Piece-gjörningi Ono. „Þeir í Threeasfour hafa mjög sérstakan og framsækinn stíl og það er mjög gaman að vinna með þeim. Línan var innblásin af nokkrum teikningum eftir Yoko Ono og ég ákvað að vinna með sama munstur í förðuninni. Ég endaði á því að gera þrjú mismunandi form sem voru teiknuð á fyrirsæturnar með punktaaðferð og það kom mjög vel út,“ útskýrir Andrea. Innt eftir því hvernig persóna Yoko Ono sé segir Andrea hana vera ljúfa konu. „Ég hef aðeins hitt hana nokkrum sinnum og þekki hana því ekki mjög vel, en hún virkar yndisleg. Hún er mjög prívat persóna og ég held að það sé vegna þess hve hún hefur verið mikið gagnrýnd um árin.“ Andrea hefur meðal annars séð um förðun fyrir tímarit á borð við Dazed og Vogue og farðaði til dæmis Peaches Geldolf fyrir tímaritið NO. Andrea segir það skipta miklu máli að hafa gott fólk til að vinna með í þessum bransa svo allt gangi snurðulaust fyrir sig. „Það skiptir mjög miklu máli að hafa gott lið með sér þegar maður er til dæmis að farða fyrir tískusýningar þannig að allt gangi eins og smurt.“ Kærasti Andreu er tónlistarmaðurinn Mike Stroud úr bandarísku hljómsveitinni Ratatat og hafa þau verið saman í rúm fimm ár. „Við ferðumst bæði mjög mikið vegna vinnu okkar þannig að það kemur fyrir að við hittumst lítið sem ekki neitt í einhvern tíma. En við erum orðin vön þessu, þetta hefur verið svona frá því við byrjuðum saman og maður lagar sig bara að þessum aðstæðum eins og öllu öðru.“ Andrea segist kunna vel við sig í New York og þar á hún stóran hóp af vinkonum sem margar eru íslenskar. „Þetta er mjög skemmtilegur hópur og ein elsta vinkona mín, Jóhanna Methúsalemsdóttir, býr í sama hverfi og ég í New York. Við erum mjög samheldinn hópur og reynum að hittast sem oftast og vinnum líka mikið saman,“ segir Andrea. „Ég reyni að koma reglulega í heimsókn til Íslands, ræturnar toga alltaf í mann og þá reynir maður að koma í stutta heimsókn. Mér finnst ágætt að geta dvalið til skiptis í New York og á Íslandi. Kosturinn við New York er að þar getur maður týnst í fjöldanum, en á sama tíma er alltaf jafn notalegt að koma heim þar sem maður þekkir alla,“ segir Andrea. sara@frettabladid.is Förðun fyrir Threeasfour Hér sést ein fyrirsætan með punktaförðun eftir Andreu. Munstrinu svipar til þess sem notað var á flíkurnar sjálfar. Mynd/Elísabet Davíðsdóttir Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Andrea Helgadóttir förðunarfræðingur hefur verið búsett í New York síðastliðin tíu ár og starfað með ýmsum þekktum tónlistarmönnum, hönnuðum og listamönnum. Andrea nam förðun í París og útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2001. Hún er persónulegur förðunarfræðingur Bjarkar á tónleikaferðalögum og hefur einnig starfað með hönnuðum á borð við Threeasfour og Jeremy Scott. „Ég byrjaði í raun ferilinn sem aðstoðarmaður Bjarkar og sá meðal annars um að farða hana fyrir heimstúrinn árið 1998 og fyrir Voltatúrinn í fyrra. Það skemmtilega við að vinna með Björk er að hún gefur manni frelsi til að vera skapandi,“ segir Andrea Helgadóttir förðunarfræðingur. Að sögn Andreu er starfið skemmtilegt og fjölbreytt og nýlega tók hún að sér starf yfirförðunarfræðings fyrir tískusýningu hönnunarþríeykisins Threeasfour, en þar var verið að frumsýna vorlínu næsta árs. Hönnuðirnir sóttu innblástur sinn til listakonunnar Yoko Ono og var tískusýningin sjálf innblásin af Cut of Piece-gjörningi Ono. „Þeir í Threeasfour hafa mjög sérstakan og framsækinn stíl og það er mjög gaman að vinna með þeim. Línan var innblásin af nokkrum teikningum eftir Yoko Ono og ég ákvað að vinna með sama munstur í förðuninni. Ég endaði á því að gera þrjú mismunandi form sem voru teiknuð á fyrirsæturnar með punktaaðferð og það kom mjög vel út,“ útskýrir Andrea. Innt eftir því hvernig persóna Yoko Ono sé segir Andrea hana vera ljúfa konu. „Ég hef aðeins hitt hana nokkrum sinnum og þekki hana því ekki mjög vel, en hún virkar yndisleg. Hún er mjög prívat persóna og ég held að það sé vegna þess hve hún hefur verið mikið gagnrýnd um árin.“ Andrea hefur meðal annars séð um förðun fyrir tímarit á borð við Dazed og Vogue og farðaði til dæmis Peaches Geldolf fyrir tímaritið NO. Andrea segir það skipta miklu máli að hafa gott fólk til að vinna með í þessum bransa svo allt gangi snurðulaust fyrir sig. „Það skiptir mjög miklu máli að hafa gott lið með sér þegar maður er til dæmis að farða fyrir tískusýningar þannig að allt gangi eins og smurt.“ Kærasti Andreu er tónlistarmaðurinn Mike Stroud úr bandarísku hljómsveitinni Ratatat og hafa þau verið saman í rúm fimm ár. „Við ferðumst bæði mjög mikið vegna vinnu okkar þannig að það kemur fyrir að við hittumst lítið sem ekki neitt í einhvern tíma. En við erum orðin vön þessu, þetta hefur verið svona frá því við byrjuðum saman og maður lagar sig bara að þessum aðstæðum eins og öllu öðru.“ Andrea segist kunna vel við sig í New York og þar á hún stóran hóp af vinkonum sem margar eru íslenskar. „Þetta er mjög skemmtilegur hópur og ein elsta vinkona mín, Jóhanna Methúsalemsdóttir, býr í sama hverfi og ég í New York. Við erum mjög samheldinn hópur og reynum að hittast sem oftast og vinnum líka mikið saman,“ segir Andrea. „Ég reyni að koma reglulega í heimsókn til Íslands, ræturnar toga alltaf í mann og þá reynir maður að koma í stutta heimsókn. Mér finnst ágætt að geta dvalið til skiptis í New York og á Íslandi. Kosturinn við New York er að þar getur maður týnst í fjöldanum, en á sama tíma er alltaf jafn notalegt að koma heim þar sem maður þekkir alla,“ segir Andrea. sara@frettabladid.is Förðun fyrir Threeasfour Hér sést ein fyrirsætan með punktaförðun eftir Andreu. Munstrinu svipar til þess sem notað var á flíkurnar sjálfar. Mynd/Elísabet Davíðsdóttir
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira