Sport

Ásdís kastaði yfir 60 metrana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir stóð sig frábærlega á Kanaríeyjum.
Ásdís Hjálmsdóttir stóð sig frábærlega á Kanaríeyjum. Mynd/Anton

Ásdís Hjálmsdóttir bætti í morgun eigið Íslandsmet í spjótkasti þegar hún kastaði 60,42 metra á níunda Vetrarkastmóti Frjálsíþróttasambands Evrópu sem fram fór á Tenerife á Kanaríeyjum.

Ásdís hafði lengst kastað 59,80 metra í Finnlandi í júlí í fyrra sem var gildandi Íslandsmet og er Ásdís því fyrsta íslenska konan sem kastar nýja spjótinu yfir 60 metra múrinn.

Spjótinu var breytt á sínum tíma en áður en það gerðist átti Íris Inga Grönfeldt Íslandsmetið en hún kastaði gamla spjótinu 62,02 metra á níunda áratugnum.

Ásdís kastaði lengst allra í b-riðli en keppni stendur núna yfir í A-riðli. Ásdís kastaði 2,05 metrum lengra en næsta kona í hennar riðli sem var Elisabeth Pauer frá Austurríki.

Ásdís átti fjögur gild köst en hún kastaði líka tvisvar sinnum yfir 56 metra þar af var næstlengsta kast hennar upp á 57,78 metra.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×