Enski boltinn

Ekki víst að Ferguson versli í janúar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segist ekki hafa ákveðið hvort hann styrki lið sitt þegar félagaskiptamarkaðurinn opnar á ný eftir áramót.

Margir búast við því að Ferguson ætli að kaupa nýjan framherja og hafa nöfn Carlton Cole og Edin Dzeko verið nefnd í því sambandi.

Ferguson er aftur á móti því að borga uppsprengt verð fyrir leikmenn en enn fara oftar en ekki á slíku verði í janúar. Enda eru félög þá oft að kaupa í neyð.

„Ég væri hugsanlega til í að versla en bara ef verðið er rétt. Það er sjaldnast rétt í janúar," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×