Handbolti

FH-ingar búnir að finna arftaka Elvars

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
FH-ingar eru komnir með nýjan þjálfara.
FH-ingar eru komnir með nýjan þjálfara. Mynd/Stefán

Einar Andri Einarsson var í kvöld ráðinn þjálfari karlaliðs FH í handbolta næstu þrjú árin. Hann tekur við starfinu af Elvari Erlingssyni sem hætti með liðið þó svo hann ætti ár eftir af samningi sínum við félagið.

Einar Andri verður ekki einn með liðið en honum til aðstoðar verður Bergsveinn Bergsveinsson markmannsþjálfari og Hreiðar Gíslason íþróttafræðingur.

Einar Andri þjálfaði lengi yngri flokka hjá félaginu og hefur þar með komið að þjálfun margra leikmanna liðsins sem flestir eru í yngri kantinum.

Hann þjálfaði einnig meistaraflokk FH leiktíðina 2006-07 í 1. deildinni ásamt Arnari Geirssyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×