Eyjólfur Héðinsson var í byrjunarliði GAIS í kvöld og lék allan leikinn er liðið vann góðan 1-0 sigur á botnliði Örgryte í sænska boltanum í kvöld.
Það var Par Eriksson sem skoraði eina mark leiksins á 53. mínútu. Enginn annar Íslendingur var í leikmannahópi GAIS í kvöld.
GAIS er í næstneðsta sæti deildarinnar en aðeins einu stigi á eftir Djurgarden sem er næsta lið fyrir ofan.