Körfubolti

Orlando fær Vince Carter

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carter, lengst til vinstri, er farinn til Orlando.
Carter, lengst til vinstri, er farinn til Orlando.

Orlando Magic var ekki lengi að svara því að Cleveland nældi sér í Shaquille O´Neal þar sem félagið er búið að krækja í Vince Carter frá New Jersey Nets.

Ryan Anderson kom einnig frá Nets til Magic. Í hina áttina fóru Rafer Alston, Courtney Lee og Tony Battie. Þetta þykja góð skipti að margra mati enda er Carter ein af stjörnum deildarinnar og hefur átta sinnum komist í stjörnulið NBA.

Forráðamenn Orlando vona að þessi skipti verði til þess að Hedo Turkoglu fari ekki frá félaginu en hann getur fengið sig lausan um næstu mánaðarmót.

Carter hefur skorað 23,5 stig að meðaltali á tíu ára ferli í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×