Viðskipti erlent

Hagnaður Smith & Wesson meir en tvöfaldast

Vopnaframleiðandinn Smith & Wesson meir en tvöfaldaði hagnað sinn á fyrsta ársfjórðungi ársins m.v. við sama tímabil í fyrra. Fór hagnaðurinn úr 3,3 milljónum dollara í fyrra og í 7,4 dollara í ár eða í tæpan milljarð kr.

Smith & Wesson, sem er einn stærsti framleiðandi heimsins á skammbyssum, jók sölu sína um 20% á milli fyrrgreindra tímabila, að því er segir í frétt á Reuters um málið. Hinsvegar jókst salan á skammbyssum um 33%. Salan á veiðirifflum jókst um 22%.

Smith & Wesson hefur nú starfað í 157 ár en höfuðstöðvar þess eru í Springfield í Massachusetts. Það er hvað þekktast fyrir Magnum skammbyssu sína en hún varð vinsæl þegar Dirty Harry myndir Clint Eastwoods voru gerðar á sínum tíma.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×