Umbúðalaust um stráka Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 26. júní 2009 06:00 Drengir eru að dragast aftur úr. Það var heldur betur staðfest í frétt í Fréttablaðinu í vikunni. Þar kom fram að mun færri piltar verða teknir inn í MR (43% piltar, 57% stúlkur) og VÍ (37% piltar, 63% stúlkur) í haust. Á mannamáli þýðir þetta að tveir vinsælustu framhaldsskólarnir taka nú inn 50% fleiri stúlkur. Í okkar annars ágæta skólakerfi hefur það gerst undanfarin ár að piltar hafa kerfisbundið dregist aftur úr stúlkum. Þrátt fyrir að fleiri drengir séu í hverjum árgangi í grunnskólum hafa á undanförnum árum 50% fleiri stúlkur brautskráðst úr framhaldsskólum en drengir. Það er sláandi munur. Niðurstöður síðustu PISA-rannsóknar frá 2003, alþjóðlegrar könnunar á þekkingu og hæfni 15 ára nemenda, sýna að í engu þátttökulandi er samanburður kynjanna jafn hagstæður konum og á Íslandi. Þetta á við um allar námsgreinar sem mældar voru; stærðfræði, lestur, náttúrufræði og þrautalausnir. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður samræmdra prófa undanfarin ár. Í flestum námsgreinum auka stúlkur árangur sinn á meðan drengir standa í stað. Munurinn er mestur í tungumálum. Drengjum líður oftar verr í grunnskóla. Þeir lenda frekar í útistöðum við aðra og þjást frekar af námsleiða. Drengir fá ekki eins mikinn stuðning heima fyrir og fleiriunglingsdrengir telja námið tilgangslaust. Brottfall drengja er meira en stúlkna í framhaldsskólum. Stúlkur eru í meirihluta í háskólanámi. Staðreyndirnar skýra umbúðalaust að drengir eru að dragast aftur úr. Þeim mun með þessu áframhaldi fækka áfram í framhaldsskólum og háskólum og við munum áfram sjá stúlkur í auknum meirihluta. Einkunnir stúlkna munu áfram verða hærri en drengja og tryggja þeim aðgang að skólum að þeirra ósk. Vandamálið hefur ekki verið tekið alvarlega, hvorki af menntamálayfirvöldum né sveitarstjórnum. Lítið sem ekkert hefur verið skoðað hvaða aðgerðir valda þessari þróun. Örfáir fræðimenn, Ingólfur Gíslason öðrum fremur, hafa ljáð þessu máls. Engin sérstök átök eru í gangi hjá yfirvöldum, ekkert mat á kennsluaðferðum sem margir telja stelpumiðaðar, engin skoðun á því hvort aukið vægi vinnueinkunnar hafi neikvæð áhrif á stráka. Getur verið að afnám samræmdra prófa skekki stöðu drengja beint? Eru einstaklingsmiðaðir kennsluhættir stelpumiðaðir? Hefur okkur tekist á síðustu árum að breyta umhverfi skóla og kennslu þannig að stúlkur fá að njóta sín á kostnað drengja? Hversu langt þarf þessi þróun að ganga til að samfélagið líti á þetta sem vandamál? Ég er viss um að mæður drengja og fjölmargir kennarar hljóti að spyrja sig að því en það virðist ekki fara fram upphátt. Umræða um jafnrétti kynja hefur einskorðast við stöðu kvenna á sama tíma og það virðist síður viðeigandi að fjalla um jafnrétti út frá þeirri hugmynd að drengir skuli njóta jafnréttis. Þegar vakin er athygli á stöðu drengja draga jafnréttissinnar úr vandanum. Rökin eru að konur hafi í fjöldamörg ár háð baráttu við karla um jafnrétti og því þurfi enn sértækar aðgerðir til handa konum. Enn eru skökk hlutföll milli kynja í stjórnunarstöðum og enn er launamunur staðreynd. Það breytir þó ekki því að á sama tíma eru fyrrgreindar staðreyndir um stöðu drengja skýrar og því verður að breyta. Auðvitað á árangur drengja og stúlkna að vera sambærilegur. Auðvitað eiga að útskrifast jafnmargir drengir og stúlkur með framhaldsskólapróf. Annars gætum við ekki réttlætt neinar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna. Jafnrétti á ekki að bitna á „hinum" hópnum. Menntamálaráðherra sagði aðspurð um skökk hlutföll kynja í MR og VÍ að „drengir séu kannski að sækja í eitthvað annað nám frekar en bóklegt". Ráðherra verður að taka málinu alvarlegar en þetta. Mér er til efs að menntamálaráðherra hefði svarað spurningunni á sama hátt ef hallað hefði á stúlkur. Ef hún er jafnréttissinni ætti hún að hafa verulegar áhyggjur af 50% fleiri stúlkum útskrifuðum úr framhaldsskólum en strákum. Aðalatriðið er að í samfélaginu og skólaumhverfinu séu í boði ólíkar leiðir fyrir alla. Leiðir að settu markmiði fyrir stúlkur mega ekki vera á kostnað drengja. Ræðum stöðu beggja kynja - samtímis og á jafnréttisgrundvelli. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Drengir eru að dragast aftur úr. Það var heldur betur staðfest í frétt í Fréttablaðinu í vikunni. Þar kom fram að mun færri piltar verða teknir inn í MR (43% piltar, 57% stúlkur) og VÍ (37% piltar, 63% stúlkur) í haust. Á mannamáli þýðir þetta að tveir vinsælustu framhaldsskólarnir taka nú inn 50% fleiri stúlkur. Í okkar annars ágæta skólakerfi hefur það gerst undanfarin ár að piltar hafa kerfisbundið dregist aftur úr stúlkum. Þrátt fyrir að fleiri drengir séu í hverjum árgangi í grunnskólum hafa á undanförnum árum 50% fleiri stúlkur brautskráðst úr framhaldsskólum en drengir. Það er sláandi munur. Niðurstöður síðustu PISA-rannsóknar frá 2003, alþjóðlegrar könnunar á þekkingu og hæfni 15 ára nemenda, sýna að í engu þátttökulandi er samanburður kynjanna jafn hagstæður konum og á Íslandi. Þetta á við um allar námsgreinar sem mældar voru; stærðfræði, lestur, náttúrufræði og þrautalausnir. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður samræmdra prófa undanfarin ár. Í flestum námsgreinum auka stúlkur árangur sinn á meðan drengir standa í stað. Munurinn er mestur í tungumálum. Drengjum líður oftar verr í grunnskóla. Þeir lenda frekar í útistöðum við aðra og þjást frekar af námsleiða. Drengir fá ekki eins mikinn stuðning heima fyrir og fleiriunglingsdrengir telja námið tilgangslaust. Brottfall drengja er meira en stúlkna í framhaldsskólum. Stúlkur eru í meirihluta í háskólanámi. Staðreyndirnar skýra umbúðalaust að drengir eru að dragast aftur úr. Þeim mun með þessu áframhaldi fækka áfram í framhaldsskólum og háskólum og við munum áfram sjá stúlkur í auknum meirihluta. Einkunnir stúlkna munu áfram verða hærri en drengja og tryggja þeim aðgang að skólum að þeirra ósk. Vandamálið hefur ekki verið tekið alvarlega, hvorki af menntamálayfirvöldum né sveitarstjórnum. Lítið sem ekkert hefur verið skoðað hvaða aðgerðir valda þessari þróun. Örfáir fræðimenn, Ingólfur Gíslason öðrum fremur, hafa ljáð þessu máls. Engin sérstök átök eru í gangi hjá yfirvöldum, ekkert mat á kennsluaðferðum sem margir telja stelpumiðaðar, engin skoðun á því hvort aukið vægi vinnueinkunnar hafi neikvæð áhrif á stráka. Getur verið að afnám samræmdra prófa skekki stöðu drengja beint? Eru einstaklingsmiðaðir kennsluhættir stelpumiðaðir? Hefur okkur tekist á síðustu árum að breyta umhverfi skóla og kennslu þannig að stúlkur fá að njóta sín á kostnað drengja? Hversu langt þarf þessi þróun að ganga til að samfélagið líti á þetta sem vandamál? Ég er viss um að mæður drengja og fjölmargir kennarar hljóti að spyrja sig að því en það virðist ekki fara fram upphátt. Umræða um jafnrétti kynja hefur einskorðast við stöðu kvenna á sama tíma og það virðist síður viðeigandi að fjalla um jafnrétti út frá þeirri hugmynd að drengir skuli njóta jafnréttis. Þegar vakin er athygli á stöðu drengja draga jafnréttissinnar úr vandanum. Rökin eru að konur hafi í fjöldamörg ár háð baráttu við karla um jafnrétti og því þurfi enn sértækar aðgerðir til handa konum. Enn eru skökk hlutföll milli kynja í stjórnunarstöðum og enn er launamunur staðreynd. Það breytir þó ekki því að á sama tíma eru fyrrgreindar staðreyndir um stöðu drengja skýrar og því verður að breyta. Auðvitað á árangur drengja og stúlkna að vera sambærilegur. Auðvitað eiga að útskrifast jafnmargir drengir og stúlkur með framhaldsskólapróf. Annars gætum við ekki réttlætt neinar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna. Jafnrétti á ekki að bitna á „hinum" hópnum. Menntamálaráðherra sagði aðspurð um skökk hlutföll kynja í MR og VÍ að „drengir séu kannski að sækja í eitthvað annað nám frekar en bóklegt". Ráðherra verður að taka málinu alvarlegar en þetta. Mér er til efs að menntamálaráðherra hefði svarað spurningunni á sama hátt ef hallað hefði á stúlkur. Ef hún er jafnréttissinni ætti hún að hafa verulegar áhyggjur af 50% fleiri stúlkum útskrifuðum úr framhaldsskólum en strákum. Aðalatriðið er að í samfélaginu og skólaumhverfinu séu í boði ólíkar leiðir fyrir alla. Leiðir að settu markmiði fyrir stúlkur mega ekki vera á kostnað drengja. Ræðum stöðu beggja kynja - samtímis og á jafnréttisgrundvelli. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar