Fótbolti

Benitez: Ferguson er smeykur

Nordic Photos/Getty Images

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að Alex Ferguson sé að tjá sig um leiki Liverpool og Chelsea í Meistaradeildinni af því hann sé smeykur við andstæðinga sína.

Ferguson lét hafa það eftir sér í gær að hann teldi að liðið sem hefði betur í einvígi Chelsea og Liverpool í Meistaradeildinni yrði helsti keppinautur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

"Ég held að United sjái fram á vandamál í fólgin i þeirri staðreynd að annað hvort Cehlsea eða Liverpool getur einbeitt sér alfarið að deildinni þegar þessu einvígi lýkur. Ég hugsa að Ferguson haldi með Liverpool af því hann veit að við erum helsti andstæðingur hans og hann vonast eflaust eftir því að við verðum þreyttir ef við förum áfram í Evrópukeppninni," sagði Benitez og hélt áfram.

"Ferguson veit að við eigum eftir að ógna United ef við föllum úr Evrópukeppninni og sömu sögu er að segja um Chelsea. Ég vil helst þurfa að hafa áhyggjur af bæði Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni, en Ferguson hefur of miklar áhyggjur af öðrum liðum. Ég held að þetta sé ekki sálfræðihernaður hjá honum. Ég hugsa að hann sé bara smeykur," sagði Spánverjinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×