Innlent

Búist við margir hjóli í vinnuna

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður umhverfis- og samgönguráðs, Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, og Magnús Þór Gylfason, aðstoðamaður borgarstjóra. Myndin er tekin af Reykjavíkurborgar.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður umhverfis- og samgönguráðs, Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, og Magnús Þór Gylfason, aðstoðamaður borgarstjóra. Myndin er tekin af Reykjavíkurborgar.
Hin árlega landskeppni Hjólað í vinnuna var sett í morgun í Reykjavík. Búist er við feikigóðri þátttöku því reiðhjólið nýtur meiri vinsælda um þessar mundir en áður sem samgöngutæki, að fram kemur í tilkynningu.

„Reykjavíkurborg fagnar þessu átaki og ég mun hvetja starfsmenn borgarinnar áfram þær vikur sem átakið stendur," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri í ávarpi sínu við opnun keppninnar.

Íþróttasamband Íslands stendur ásamt samstarfsaðilum fyrir Hjólað í vinnuna í sjötta sinn og er markmiðið að vekja athygli á hjólreiðum sem hagkvæmum samgöngumáta sem einnig styrkir heilsu og bætir borgarbrag.

Árið 2008 tóku 1017 lið frá 431 vinnustað þátt í keppninni sem í meginatriðum felst í því að fara til og frá vinnu án þess að nota einkabílinn. Þátttakendur í fyrra voru 7065 og telur Jóna H. Bjarnadóttir, sem hefur umsjón með keppninni, við að það met verði slegið í ár.

Átakið stendur til 26. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×