Lífið

Auðvaldið fær misjafna dóma

Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore.
Nýjasta mynd Micahels Moore, Capitalism: A Love Story (Auðvald: Ástarsaga), fær afar misjafna dóma í Bandaríkjunum þar sem hún var nýlega frumsýnd. Rolling Stone segir: „Þessi mynd gæti breytt lífi þínu. Ég grét af hlátri." En Salon segir: „Þetta er sannarlega ástarsaga, en hún fjallar minnst um galla auðvaldsins og því meira um dálæti Michaels á sinni eigin röddu og því sem honum finnst vera sín eigin greind."

Myndin verður frumsýnd á Íslandi 23. október í Háskólabíói.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.