Viðskipti erlent

Ódýrara vodka nær einu gleðifréttirnar fyrir Rússa

Nær einu gleðifréttirnar fyrir Rússa í fjármálakreppunni sem þar geysar eins og annarsstaðar er að verð á vodka hefur verið lækkað töluvert í landinu. Áfengisyfirvöld hafa ákveðið að lækka skatt sinn á vodka um helming, eða úr 38 rúblum á líterinn og niður í 20 rúblur.

Ástæðan fyrir þessari lækkun er þó ekki sú að létta Rússum að drekkja sorgum sínum. Heldur er hér verið að reyna að sporna við umfangsmiklu smygli á vodka sem og heimabruggi sem hefur blásið út, oft með skelfilegum afleiðingum fyrir þá sem drekka það.

Samkvæmt frétt um málið í blaðinu Izevestija er nú um þriðja hver flaska sem seld er í Rússlandi sem vodka ekki ekta vara. Yfirleitt er um heimabrugg eða landa að ræða og að jafnaði hafa um tíu manns látist árlega undanfarin ár við að drekka þennan landa enda oft um mjög görótta framleiðslu að ræða.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×