Lífið

Póst-módernísk tilvísun í afa

Eins og afi Dóri segist ekki eiga í vandræðum með að fá athygli frá kvenþjóðinni með gleraugun á nefinu.
Eins og afi Dóri segist ekki eiga í vandræðum með að fá athygli frá kvenþjóðinni með gleraugun á nefinu.

„Gleraugun eru póst-módernísk tilvísun í afa,“ segir rapparinn, grínistinn og listaháskólaneminn Halldór Halldórsson, best þekktur sem Dóri DNA.

Dóri hefur vakið athygli fyrir reffilega framkomu undanfarið og vilja einhverjir þakka það nýjum gleraugum á nefi rapparans. Gleraugun er mjög lík þeim sem nóbelskáldið Halldór Laxness, afi Dóra, bar á efri árum sínum og það er engin tilviljun.

„Erum við ekki alltaf undir áhrifum? Þetta er samt bara eitthvað pís of sjitt sem ég fann í einhverri draslverslun. Þau eru samt svipuð og afi var með,“ segir Dóri um gleraugun sem eru meira fyrir stílinn en notagildið, enda ekki með sjóngleri. Fyrirmyndin er geymd á heimili Nóbelskáldsins að Gljúfrasteini, en Dóri leggur ekki í að setja þau upp. „Málið er að hann sá ekki rassgat, gleraugun hans voru svo þykk að það er nánast eins og að vera með sjónauka á sér.“

Dóri er þekktur kjaftaskur og segir að alla ævi hafi hann glímt við að vera ekki tekinn alvarlega, en nú sé það úr sögunni. „Fólk hlustar núna,“ segir hann og játar að gleraugun skemmi ekki fyrir skapandi skrifum, en Dóri stundar nám í fræðum og framkvæmd í LHÍ.

„Gleraugun setja mig í ákveðnar stellingar. Svo hjálpa þau líka við að setja í kellingar. Eins og sést á myndinni þá er ég sláandi myndarlegur með þau.“ - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.