Lífið

MAC styður HIV-Ísland alnæmissamtök

Jónsi í Í svörtum fötum er talsmaður Viva Glam-dagsins og mun afhenda HIV-Ísland ávísun upp á 2,2 milljónir klukkan 15 á laugardag.
Jónsi í Í svörtum fötum er talsmaður Viva Glam-dagsins og mun afhenda HIV-Ísland ávísun upp á 2,2 milljónir klukkan 15 á laugardag.
„Efnahagsástandið hefur sett strik í reikninginn hjá HIV-Ísland alnæmissamtökunum þar sem mikið hefur dregið úr fjárframlögum til samtakanna. Því má segja að ekki hefði orðið af árlegri fræðslu til unglinga ef MAC Aids fund hefði ekki notið við,“ segir Lísa Einarsdóttir, vörumerkjastjóri MAC á Íslandi. Á laugardaginn fer fram árleg Viva Glam-fjáröflun Alnæmissjóðs MAC. Sjóðurinn hefur um árabil stutt við bakið á samtökunum HIV-Ísland og í ár hefur verið ákveðið að framlag MAC á Íslandi renni til fræðsluverkefnis þar sem farið verður til allra 9. og 10. bekkinga í grunnskólum landsins með fræðslu um HIV og alnæmi.

Alnæmissjóður MAC hefur fyrst og fremst aflað fjár með sölu á Viva Glam-varalitunum, en sú lína samanstendur af sex litum, allt frá sígildum rauðum að fjólubleikum. Sjóðurinn er í fararbroddi í baráttunni gegn HIV-smiti og alnæmi og styður rúmlega 700 stofnanir um allan heim, en framlag MAC á Íslandi hefur verið eyrnamerkt fræðsluverkefni HIV-Ísland.

Fjáröflunin fer fram í verslun MAC í Debenhams, Smáralind, næstkomandi laugardag milli klukkan 14 og 16, en þar munu 3 Raddir og Beatbox meðal annars taka lagið. „Þjóðþekktir einstaklingar verða á staðnum að selja rauða borðann og safna fyrir samtökin.

Jónsi í Í svörtum fötum er talsmaður Viva Glam-dagsins og mun afhenda HIV-Ísland ávísun upp á 2,2 milljónir klukkan 15 á laugardag, en Ilmur Kristjánsdóttir leikkona er verndari samtakanna og mun taka við ávísuninni fyrir þeirra hönd,“ segir Lísa. - ag





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.