Forstjóri rekinn eftir samning við Símann 3. janúar 2009 04:00 Þórdís J. Sigurðardóttir „Tal hafði enga aðra leið," segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. Hermann og Jóhann Óli Guðmundsson eiga samtals 49 prósent í Tali á móti Teymi sem á 51 prósent. Teymi er eigandi símafyrirtækisins Vodafone. Þórdís J. Sigurðardóttir er fulltrúi Teymis í stjórn Tals og gegnir þar stjórnarformennsku. Á stjórnarfundi Tals daginn fyrir gamlársdag hugðist Hermann kynna samninginn sem hann hafði gert við Símann. Þórdís hins vegar sagði fulltrúa Teymis hafa ákveðið að víkja forstjóranum frá störfum. „Hermann leyndi stjórnina upplýsingum og ég sem stjórnarformaður get alls ekki unnið með forstjóra sem fer á bak við mig og ætlar ekki að virða gerða samninga," útskýrir Þórdís sem segir samninginn sem Hermann gerði við Símann hafa verið afglöp í starfi. „Forstjórinn samdi við Símann þótt Tal sé með fimm ára samning við Vodafone. Nú er Tal með samninga við tvö fyrirtæki sem bæði hóta málsókn." Hermann segist á stjórnarfundi 11. desember hafa kynnt að Tal stæði frammi fyrir því að viðskiptavinir fyrirtækisins hefðu ekki gsm-samband á hluta landsins frá 1. janúar. „Ég sagðist vera að skoða tvær leiðir: Annars vegar í gegnum Vodafone og hins vegar í gegnum Símann í samvinnu við Póst og fjarskiptastofnum. Mér var falið umbúðalaust að leysa málið með hagsmuni Tals og viðskiptavina þess í huga," segir Hermann sem kveður þetta staðfest í fundargerð. Þórdís segir fulltrúa Teymis ekki hafa samþykkt fundargerðina sem unnin hafi verið eftir forskrift Hermanns sem nú sé að snúa út úr því sem rætt hafi verið. Þau hafi talið að forstjórinn væri að leysa málið á grundvelli samningsins sem í gildi væri við Vodafone. Hermann segir vanda Tals hafa falist í því að samkvæmt úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar mætti Tal ekki hafa aðgang að farsímakerfi í gegnum tvö fyrirtæki. Vodofone hafi ekki eigið kerfi á Austurlandi heldur reikisamning við Símann sem ekki megi selja Tali aðgang að á meðan Tal sé með samning við Vodafone. „Eina færa leiðin til þess tryggja viðskiptavinum Tals áframhaldandi gsm-samband var að semja við Símann," segir Hermann. Þórdís vísar þessu á bug. „Þetta er bara rugl. Við vorum einmitt með erindi fyrir Póst- og fjarskiptastofnun um að Tal fengi aðgang að kerfi Símans í gegnum samninginn við Vodafone. Þetta erindi dró Hermann til baka áður en niðurstaða fékkst." gar@frettabladid.is Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
„Tal hafði enga aðra leið," segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. Hermann og Jóhann Óli Guðmundsson eiga samtals 49 prósent í Tali á móti Teymi sem á 51 prósent. Teymi er eigandi símafyrirtækisins Vodafone. Þórdís J. Sigurðardóttir er fulltrúi Teymis í stjórn Tals og gegnir þar stjórnarformennsku. Á stjórnarfundi Tals daginn fyrir gamlársdag hugðist Hermann kynna samninginn sem hann hafði gert við Símann. Þórdís hins vegar sagði fulltrúa Teymis hafa ákveðið að víkja forstjóranum frá störfum. „Hermann leyndi stjórnina upplýsingum og ég sem stjórnarformaður get alls ekki unnið með forstjóra sem fer á bak við mig og ætlar ekki að virða gerða samninga," útskýrir Þórdís sem segir samninginn sem Hermann gerði við Símann hafa verið afglöp í starfi. „Forstjórinn samdi við Símann þótt Tal sé með fimm ára samning við Vodafone. Nú er Tal með samninga við tvö fyrirtæki sem bæði hóta málsókn." Hermann segist á stjórnarfundi 11. desember hafa kynnt að Tal stæði frammi fyrir því að viðskiptavinir fyrirtækisins hefðu ekki gsm-samband á hluta landsins frá 1. janúar. „Ég sagðist vera að skoða tvær leiðir: Annars vegar í gegnum Vodafone og hins vegar í gegnum Símann í samvinnu við Póst og fjarskiptastofnum. Mér var falið umbúðalaust að leysa málið með hagsmuni Tals og viðskiptavina þess í huga," segir Hermann sem kveður þetta staðfest í fundargerð. Þórdís segir fulltrúa Teymis ekki hafa samþykkt fundargerðina sem unnin hafi verið eftir forskrift Hermanns sem nú sé að snúa út úr því sem rætt hafi verið. Þau hafi talið að forstjórinn væri að leysa málið á grundvelli samningsins sem í gildi væri við Vodafone. Hermann segir vanda Tals hafa falist í því að samkvæmt úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar mætti Tal ekki hafa aðgang að farsímakerfi í gegnum tvö fyrirtæki. Vodofone hafi ekki eigið kerfi á Austurlandi heldur reikisamning við Símann sem ekki megi selja Tali aðgang að á meðan Tal sé með samning við Vodafone. „Eina færa leiðin til þess tryggja viðskiptavinum Tals áframhaldandi gsm-samband var að semja við Símann," segir Hermann. Þórdís vísar þessu á bug. „Þetta er bara rugl. Við vorum einmitt með erindi fyrir Póst- og fjarskiptastofnun um að Tal fengi aðgang að kerfi Símans í gegnum samninginn við Vodafone. Þetta erindi dró Hermann til baka áður en niðurstaða fékkst." gar@frettabladid.is
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira