Forstjóri rekinn eftir samning við Símann 3. janúar 2009 04:00 Þórdís J. Sigurðardóttir „Tal hafði enga aðra leið," segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. Hermann og Jóhann Óli Guðmundsson eiga samtals 49 prósent í Tali á móti Teymi sem á 51 prósent. Teymi er eigandi símafyrirtækisins Vodafone. Þórdís J. Sigurðardóttir er fulltrúi Teymis í stjórn Tals og gegnir þar stjórnarformennsku. Á stjórnarfundi Tals daginn fyrir gamlársdag hugðist Hermann kynna samninginn sem hann hafði gert við Símann. Þórdís hins vegar sagði fulltrúa Teymis hafa ákveðið að víkja forstjóranum frá störfum. „Hermann leyndi stjórnina upplýsingum og ég sem stjórnarformaður get alls ekki unnið með forstjóra sem fer á bak við mig og ætlar ekki að virða gerða samninga," útskýrir Þórdís sem segir samninginn sem Hermann gerði við Símann hafa verið afglöp í starfi. „Forstjórinn samdi við Símann þótt Tal sé með fimm ára samning við Vodafone. Nú er Tal með samninga við tvö fyrirtæki sem bæði hóta málsókn." Hermann segist á stjórnarfundi 11. desember hafa kynnt að Tal stæði frammi fyrir því að viðskiptavinir fyrirtækisins hefðu ekki gsm-samband á hluta landsins frá 1. janúar. „Ég sagðist vera að skoða tvær leiðir: Annars vegar í gegnum Vodafone og hins vegar í gegnum Símann í samvinnu við Póst og fjarskiptastofnum. Mér var falið umbúðalaust að leysa málið með hagsmuni Tals og viðskiptavina þess í huga," segir Hermann sem kveður þetta staðfest í fundargerð. Þórdís segir fulltrúa Teymis ekki hafa samþykkt fundargerðina sem unnin hafi verið eftir forskrift Hermanns sem nú sé að snúa út úr því sem rætt hafi verið. Þau hafi talið að forstjórinn væri að leysa málið á grundvelli samningsins sem í gildi væri við Vodafone. Hermann segir vanda Tals hafa falist í því að samkvæmt úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar mætti Tal ekki hafa aðgang að farsímakerfi í gegnum tvö fyrirtæki. Vodofone hafi ekki eigið kerfi á Austurlandi heldur reikisamning við Símann sem ekki megi selja Tali aðgang að á meðan Tal sé með samning við Vodafone. „Eina færa leiðin til þess tryggja viðskiptavinum Tals áframhaldandi gsm-samband var að semja við Símann," segir Hermann. Þórdís vísar þessu á bug. „Þetta er bara rugl. Við vorum einmitt með erindi fyrir Póst- og fjarskiptastofnun um að Tal fengi aðgang að kerfi Símans í gegnum samninginn við Vodafone. Þetta erindi dró Hermann til baka áður en niðurstaða fékkst." gar@frettabladid.is Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Menningarslys ef frumvarpið verði samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
„Tal hafði enga aðra leið," segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. Hermann og Jóhann Óli Guðmundsson eiga samtals 49 prósent í Tali á móti Teymi sem á 51 prósent. Teymi er eigandi símafyrirtækisins Vodafone. Þórdís J. Sigurðardóttir er fulltrúi Teymis í stjórn Tals og gegnir þar stjórnarformennsku. Á stjórnarfundi Tals daginn fyrir gamlársdag hugðist Hermann kynna samninginn sem hann hafði gert við Símann. Þórdís hins vegar sagði fulltrúa Teymis hafa ákveðið að víkja forstjóranum frá störfum. „Hermann leyndi stjórnina upplýsingum og ég sem stjórnarformaður get alls ekki unnið með forstjóra sem fer á bak við mig og ætlar ekki að virða gerða samninga," útskýrir Þórdís sem segir samninginn sem Hermann gerði við Símann hafa verið afglöp í starfi. „Forstjórinn samdi við Símann þótt Tal sé með fimm ára samning við Vodafone. Nú er Tal með samninga við tvö fyrirtæki sem bæði hóta málsókn." Hermann segist á stjórnarfundi 11. desember hafa kynnt að Tal stæði frammi fyrir því að viðskiptavinir fyrirtækisins hefðu ekki gsm-samband á hluta landsins frá 1. janúar. „Ég sagðist vera að skoða tvær leiðir: Annars vegar í gegnum Vodafone og hins vegar í gegnum Símann í samvinnu við Póst og fjarskiptastofnum. Mér var falið umbúðalaust að leysa málið með hagsmuni Tals og viðskiptavina þess í huga," segir Hermann sem kveður þetta staðfest í fundargerð. Þórdís segir fulltrúa Teymis ekki hafa samþykkt fundargerðina sem unnin hafi verið eftir forskrift Hermanns sem nú sé að snúa út úr því sem rætt hafi verið. Þau hafi talið að forstjórinn væri að leysa málið á grundvelli samningsins sem í gildi væri við Vodafone. Hermann segir vanda Tals hafa falist í því að samkvæmt úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar mætti Tal ekki hafa aðgang að farsímakerfi í gegnum tvö fyrirtæki. Vodofone hafi ekki eigið kerfi á Austurlandi heldur reikisamning við Símann sem ekki megi selja Tali aðgang að á meðan Tal sé með samning við Vodafone. „Eina færa leiðin til þess tryggja viðskiptavinum Tals áframhaldandi gsm-samband var að semja við Símann," segir Hermann. Þórdís vísar þessu á bug. „Þetta er bara rugl. Við vorum einmitt með erindi fyrir Póst- og fjarskiptastofnun um að Tal fengi aðgang að kerfi Símans í gegnum samninginn við Vodafone. Þetta erindi dró Hermann til baka áður en niðurstaða fékkst." gar@frettabladid.is
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Menningarslys ef frumvarpið verði samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira