Lífið

Með leirdúfur í garðinum og silung í tjörninni

Kevin Stanford
Kevin Stanford
Breski kaupsýslumaðurinn Kevin Stanford er íslendingum að góðu kunnur en hann stofnaði Karen Millen með konu sinni, sem Baugur síðar keypti. Í umtalaðri bók Ármanns Þorvaldssonar fyrrum forstjóra Singer & Friedlander, Ævintýraeyjan - Uppgangur og endalok fjármálaveldis, lýsir hann kynnum sínum af þessum magnaða kaupsýslumanni.

„Kevin er geðþekkur maður með mikla kímnigáfu. Hann hafði lagt stund á verkfræði um tíma og sameinaði vel næmt aug fyrir hönnun og góða rekstrarþekkingu. Hann naut þess að hafa fólk í kringum sig og sló oft upp veislum. Þegar við kynntumst hafði hann nýelga keypt og gert upp stórt hús í Kent. Hægt var að skjóta leirdúfur í garðinum og veiða silung í trjörninni," segir Ármann í bók sinni.

„Krökkum þótti sérstaklega gaman að koma í heimsókn. Þegar slökkviliði bæjarins fékk nýjan slökkvibíl keypti Kevin þann gamla og ók krökkunum um landreignina, oftast með síenurnar á. Hann sankaði jafnframt að sér alls kyns framandi dýrategundum, allt frá páfuglum til dverghesta, sem vöppuðu í kringum húsið. Eitt sinn var hann nánast búinn að fá til sín sendingu af vallabíu, smáum kerngúrum frá Ástralíu, þegar hann uppgötvaði að veggurinn umhverfis landreign hans væri ekki hærri en svo að kengúrurnar gætu auðveldlega stokkið yfir hann. Þar sem honum hugnaðist ekki að sjá litlar kengúrur hoppa og skoppa um götur Kent hætti hann við."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.