Viðskipti erlent

Segja lausafé Mosaic vera að þurrkast upp

Jón Ásgeir Jóhannesson aðaleigandi Baugs.
Jón Ásgeir Jóhannesson aðaleigandi Baugs.

Mosaic sem meðal annars rekur verslanir Karen Millen, Oasis og Principles hefur hafið viðræður við lánadrottna félagsins. Það er The Sunday Times sem segir frá þessu í dag.

Þar segir ennfremur að félagið, sem er að stærstum hluta í eigu Baugs, hafi að undanförnu átt í erfiðleikum þar sem tryggingarfélög hafi neitað félaginu um viðskipti með skuldatryggingar sem hafi gert það að verkum að birgjar þess hafa í vaxandi mæli farið fram á staðgreiðslu viðskipta. Það geri það að verkum að lausafjárstaðan fari þverrandi.

„Við höfum ekki orðið varir við skort á lausu fé í rekstrinum. Það er því ekki líklegt að Mosaic fari í greiðslustöðvun," hefur blaðið eftir heimildum úr innsta hring Baugs.

Enginn frá Baugi fékkst til þess að tjá sig um málið í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×