Sport

Bolt og Gay mætast næst um miðjan ágúst

Ómar Þorgeirsson skrifar
Usain Bolt.
Usain Bolt. Nordic photos/AFP

Það stefnir í rosalegt einvígi þegar spretthlaupararnir Usain Bolt frá Jamaíku og Tyson Gay frá Bandaríkjunum mætast í 100 metra og 200 metra hlaupi á Heimsmeistaramótinu í frjálsum sem fram fer í Berlín í Þýskalandi dagana 15-23 ágúst.

Í síðasta skipti sem erkifjendurnir Bolt og Gay mættust var í New York í Bandaríkjunum í maí í fyrra en þá setti Bolt sitt fyrsta heimsmet í 100 metra hlaupi á tímanum 9,72 sekúndur en Gay hljóp þá á 9,85 sekúndum.

Bolt á heimsmetin í 100 metra og 200 metra hlaupum, 9,69 sek. og 19,30 sek., sem hann setti á Ólympíuleikunum í Peking í Kína í fyrra en Gay á bestu tímana í greinunum í ár, 9,77 sek. og 19,58 sek.

„Ég er í fínu formi en er ekki tilbúinn alveg strax. Ég þarf að vinna í nokkrum tækniatriðum og þá verð ég upp á mitt besta," segir Bolt í nýlegu viðtali.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×