Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Siggeir Ævarsson skrifar 22. desember 2024 22:00 Charlie Woods er aðeins 15 ára gamall en hefur þegar náð að afreka eitthvað sem marga golfspilara dreymir um alla ævi vísir/Getty Hinn 15 ára Charlie Woods fór holu í höggi á PNC meistaramótinu í dag þar sem hann og faðir hans, Tiger Woods, freista þess að vinna mótið í fyrst sinn en þar keppa kylfingar og börn þeirra saman í liðakeppni. Þeir feðgar hafa spilað vel á mótinu og eru á leið í bráðabana gegn Langer feðgum þegar þetta er skrifað. Charlie hefur spilað mjög vel en toppaði sig þó algerlega í dag þegar hann fór holu í höggi á par þrír holu. Hann sló boltann 160 metra með sjö járni sem skoppaði létt á flötinni og svo beinustu leið ofan í holuna. Charlie Woods just made his first ever hole-in-one!!📺: GOLF Channel pic.twitter.com/yEvN3HuYWP— PGA TOUR (@PGATOUR) December 22, 2024 Þetta er í fimmta sinn sem þeir feðgar keppa saman á mótinu en þeir hafa best náð öðru sæti sem var árið 2021. Tiger hefur verið mikið frá vegna bakmeiðsla og er að keppa á sínu fyrsta opinbera móti síðan hann tók þátt í breska meistarmótinu í júlí. Golf Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Þeir feðgar hafa spilað vel á mótinu og eru á leið í bráðabana gegn Langer feðgum þegar þetta er skrifað. Charlie hefur spilað mjög vel en toppaði sig þó algerlega í dag þegar hann fór holu í höggi á par þrír holu. Hann sló boltann 160 metra með sjö járni sem skoppaði létt á flötinni og svo beinustu leið ofan í holuna. Charlie Woods just made his first ever hole-in-one!!📺: GOLF Channel pic.twitter.com/yEvN3HuYWP— PGA TOUR (@PGATOUR) December 22, 2024 Þetta er í fimmta sinn sem þeir feðgar keppa saman á mótinu en þeir hafa best náð öðru sæti sem var árið 2021. Tiger hefur verið mikið frá vegna bakmeiðsla og er að keppa á sínu fyrsta opinbera móti síðan hann tók þátt í breska meistarmótinu í júlí.
Golf Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira