Anderson, sem hefur lengi verið einn af fremstu pílukösturum heims og á afmæli í dag, hefur aldrei áður fallið úr leik í fyrstu umferð á heimsmeistaramótinu. Ekki beinlínis afmælisgjöfin sem hann óskaði sér.
Þetta voru þó ekki einu óvæntu úrslit kvöldsins en fyrr í kvöld hafði Paolo Nebrida betur gegn Ross Smith sem fyrirfram var talinn mun sigurstranglegri.
NEBRIDA STUNS SMITH! 🇵🇭
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2024
Incredible scenes at Ally Pally!
Paolo Nebrida produces an astonishing display of doubling to dispatch Ross Smith in straight sets!
📺 https://t.co/pIQvhqYxEj #WCDarts pic.twitter.com/8o9zWUnlrz
Sömu sögu má segja úr einvígi Callan Rydz og Martin Schindler þar sem Ritz fór með 3-0 sigur af hólmi en Schindler er besti pílukastari Þýskalands. Schindler kastaði pílunum ekki vel í kvöld og getur sennilega engum kennt um tapið nema sjálfum sér en hann klikkað á 25 pílum í tvöfaldan reit.
Síðasta einvígi kvöldsins er svo viðureign Van den Bergh og Dylan Slevin sem er rétt nýbyrjuð. Ef allt færi eftir bókinni þar ætti den Bergh að fara með þægilegan sigur af hólmi en bókin virðist hafa verið endurskrifuð í kvöld og allt getur gerst.