Enski boltinn

Barcelona með kauptilboð í Fabregas á teikniborðinu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Daily Mail ætla Börsungar að gera allt til þess að fá spænska landsliðsmanninn Cesc Fabregas hjá Arsenal í sínar raðir næsta sumar.

Barcelona mun vera með kauptilboð á teikniborðinu þar sem Lundúnafélaginu verði boðið að fá miðjumanninn Yaya Toure og framherjann Bojan Krkic auk peninga fyrir fyrrum unglingaliðsleikmann Barcelona og núverandi fyrirliða Arsenal.

Toure og Krkic eru reyndar sagðir vera í miklu uppáhaldið hjá knattspyrnustjóranum Arsene Wenger hjá Arsenal en peningaupphæðin sem boðin yrði með tvímenningunum þyrfti væntanlega að vera ansi há til þess að sannfæra Arsenal að selja einn sinn allra besta leikmann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×