Innlent

Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. Mynd/GVA
„Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar.

Sigmundur tók þátt í fjörugum umræðum um Icesave í gærkvöldi þar sem fullyrt var að ekki loguðu öll ljós í kollinum á honum og hrópað á hann úr sal að hann hefði starfað fyrir auðmenn. Sigmundur segist þó aðspurður ekki taka þessu nærri sér.

„Ég held að þetta hafi ekki meitt neinn. Menn orða hlutina með öllum hætti," segir Sigmundur og bætir við að ummæli af þessu tagi séu alvanaleg.

„Það segja mér þingreyndari menn að umræðan geti orðið fjarska fjörug þegar líða tekur á nóttina og menn hagi sér með öðrum hætti þá en yfir bjartan daginn."


Tengdar fréttir

„Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns"

„Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×