Viðskipti erlent

Bankastjóri bjartsýnn á 2010: Óvissa á evrusvæðinu í ár

Jean-Claude Trichet
Jean-Claude Trichet
Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði á fundi efnahags­nefndar Evrópuþingsins í síðustu viku að bankinn ætli að leggja sitt af mörkum svo aðstæður í hagkerfi evrulandanna versni ekki frekar.

Hann studdi aðgerðir Breta og Frakka til að koma bönkum til bjargar og sagði útlit fyrir að ríkisstjórnir evrulandanna verði ráðandi aflið sem knýja muni hagkerfið áfram á meðan versti samdrátturinn gangi yfir. Bankastjórinn sagði mikla óvissu um þróun efnahagsmála á evru­svæðinu á þessu ári. Reikna megi með batamerkjum á næsta ári. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×