Innlent

Óvíst hverjir taka á móti NATO leiðtogum

Jaap de Hoop Scheffer framkvæmdastjóri NATO kemur til Íslands.
Jaap de Hoop Scheffer framkvæmdastjóri NATO kemur til Íslands.

Ríkisstjórn Íslands er gestgjafi á ráðstefnu Atlantshafsbandalagsins sem fer fram hér á landi næstkomandi miðvikudag og fimmtudag.

Á meðal gesta og aðalræðumanna á fundinum er Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO. Samkvæmt dagskrá var jafnframt gert ráð fyrir að Geir H. Haarde, starfandi forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, starfandi utanríkisráðherra, yrðu á meðal ræðumanna á fundinum.

Í dag var hins vegar ríkisstjórnarsamstarfinu slitið og enginn veit með vissu hver verður forsætisráðherra og hver verður utanríkisráðherra þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×