Viðskipti erlent

Hættir sem stjórnarformaður Tandberg Data og selur hluti sína

Guðmundur Einarsson er hættur sem stjórnarformaðir tölvufyrirtækisins Tandberg Data í Noregi og hefur hann jafnfram selt alla hluti sína í fyrirtækinu.

Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no en við tíðindina féllu hlutir í Tandberg um 5% við opnun kauphallarinnar í Osló í morgun.

Guðmundur tók við stjórnarformennskunni á hitafundi meðal hluthafa í fyrra eftir að fyrri stjórn fyrirtækisins hafði verið staðin að vafasömum viðskiptaháttum. Hinsvegar hefur rekstur fyrirtækisins gengið brösótt síðan.

Í tilkynningu um afsögn Guðmundar segir að hann hafi jafnframt selt rúmlega 1.100.000 hluti sína á tæpa 20 aura norska fyrir hlutinn. Guðmundur heldur eftir kauprétti á hlutum í Tandberg Data upp á 150.000 norskar kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×