Viðskipti erlent

Bretar geta ekki fjármagnað eigin björgunarpakka

Breski forsætisráðherrann, Gordon Brown, sést hér með fjármálaráðherranum, Alistair Darling.
Breski forsætisráðherrann, Gordon Brown, sést hér með fjármálaráðherranum, Alistair Darling.
Bretland er eina þróaða efnahagsríkið í heiminum sem ekki hefur efni á neinskonar efnahagslegum björgunarpakka á næsta ári, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Fjallað er um málið á fréttavef breska blaðsins Telegraph. Þar segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi aðvarað bresk stjórnvöld vegna málsins.

Sjóðurinn telur að á næstu 18 mánuðum sé allt eins líklegt að yfirvöld í Bretlandi þurfi að grípa til afar sértækra aðgerða og koma fram með björgunarpakka til að blása nýju lífi í efnahag landsins.

Fjölmörg ríki hafa samþykkt slíkar aðgerðir undanfarna mánuði í framhaldi á fjármálakreppunni, þar á meðal í Bandaríkjunum og Japan. Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa Bretar aftur á móti ekki efni á því.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×