Viðskipti erlent

Aðalverksmiðjum Ssangyong lokað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bifreið af gerðinni Ssangyong.
Bifreið af gerðinni Ssangyong.
Stjórnendur suður-kóreska Ssangyong bílaframleiðandans tilkynntu í morgun að þeir hefðu lokað aðalverksmiðjum sínum tímabundið, en starfsmenn í verksmiðjunum hafa verið í verkfalli að undanförnu vegna fyrirhugaðra uppsagna í fyrirtækinu.

„Það var óhjákvæmilegt að loka vegna fyrirséðs taps á rekstrinum sem hefur stefnt framtíð okkar i hættu," segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Jafnframt var tekið fram að lögreglumenn yrðu beðnir um að vísa starfsfólki úr verksmiðjunum.

Fólkið hætti vinnu 21. maí þegar að stjórnendur tilkynntu um fyrirætlanir um að segja upp 2646 starfsmönnum, eða 36% af öllu starfsfólki, en þetta yrðu fyrstu fjöldauppsagnir í landinu frá því að alheimskreppan hófst.

Fyrirtækið er mjög skuldsett og var sett í greiðslustöðvun í febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×