Verðbólga í Íran, einu stærsta olíuframleiðsluríki í heimi, er komin niður í 22,5 prósent. Verðbólgan lækkaði um 1,1 prósentustig frá fyrri mánuði en hún var mest 29% í september síðastliðnum.
AFP fréttastofan segir að fjölmargir hagfræðingar kenni nýendurkjörnum forseta landsins, Mahmoud Ahmdinejad, um að viðhalda hárri verðbólgu með aðgerðum sínum í efnahagsmálum. Hann hafi dælt peningum inn í íranska hagkerfið og á sama tíma boðið upp á lán á lágum vöxtum.
Verðbólga í Íran niður í 22,5%
