Lífið

Breska krúnan verðlaunar Robert Plant

Robert Plant var ánægður að lokinni athöfninni í gær.
Robert Plant var ánægður að lokinni athöfninni í gær. Mynd/AP
Robert Plant, liðsmaður hljómsveitarinnar Led Zeppelin, hlaut í gær heiðursviðurkenningu bresku krúnunnar fyrir framlag sitt til breskrar dægurmenningar. Karl Bretaprins afhenti tónlistarmanninum viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í Konungshöllinni.

Félagi Pants úr Led Zeppelein, Jimmy Page, hlaut samskonar viðurkenningu fyrir fjórum árum. Þeir hafa þó ekki verið aðlaðir líkt og Paul McCartney, Mick Jagger, Elton John og Cliff Richard.

Plant mætti í athöfnina í gær með þremur börnum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.