Innlent

Össur styrkti ævisögu Einars Benediktssonar

Mynd/Anton Brink
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, nýtti 300 þúsund krónur af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja ævisögugerð Einars Benediktssonar, fyrrverandi sendiherra. Guðbjartur Hannesson, flokksbróðir Össurar og formaður fjárlaganefndar Alþingis, vill minnka ráðstöfunarfé ráðherra og setja um það skýrari reglur. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld.

Frá bankahruninu hafa ráðherrar úthlutað rúmum 80 milljónum sem hluta af ráðstöfunarfé sínu. Oftar en ekki virðast þessar úthlutanir lítið sem ekkert koma málaflokkum ráðherranna við. Ráðstöfunarfé ráðherra hefur verið liður á fjárlögum til fjölda ára og ætlað að bregðast við óvæntum útgjöldum. Frá aldamótum hafa ráðherra úthlutað tæplega 800 milljónum króna í ýmis verkefni. Fjallað var um málið í gær en svar hafði ekki borist frá utanríkisráðuneytinu.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Össur hafa úthlutað samtals tæpum fjórum milljónum til 14 verkefna frá bankahruninu í fyrra. Tveir stærstu styrkirnir voru 500 þúsund krónur styrkir sem fóru til kvikmyndafyrirtækis vegna heimildarmyndar á Gaza svæðinu og til Ljóssins, endurhæfingar krabbameinssjúkra.

Þá kom fram í þættinum í kvöld að Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, vill minnka ráðstöfunarfé ráðherra og setja um það skýrari reglur. Hann vill auk þess minnka framlög til stjórnmálaflokka og þingflokka í fjárlögum.


Tengdar fréttir

Ráðherrar úthluta tugum milljóna í eigin kjördæmi

Þrátt fyrir mikinn halla í ríkisrekstri úthluta einstakir ráðherrar enn til tónleikahalds og íþróttafélaga í heimabæjum og kjördæmum sínum. Frá bankahruninu hafa ráðherrar úthlutað rúmum 80 milljónum sem hluta af ráðstöfunarfé sínu. Oftar en ekki virðast þessar úthlutanir lítið sem ekkert koma málaflokkum ráðherranna við. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×