Lífið

Hopper með krabbamein

Dennis Hopper. Hinn 73 ára leikari hefur greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli.
Dennis Hopper. Hinn 73 ára leikari hefur greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Leikarinn Dennis Hopper hefur greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann hefur aflýst þátttöku sinni í listasýningu í Ástralíu vegna veikindanna. Hopper mun gangast undir meðferð í Kaliforníu og vonast umboðsmaður hans til að allt gangi að óskum.

Leikarinn, sem er 73 ára, var lagður inn á spítala í New York fyrir nokkru vegna flensueinkenna og ofþornunar. Þá kom krabbameinið í ljós. Hopper er þekktastur fyrir leik sinn í myndunum Easy Ryder, Apocalypse Now og Blue Velvet. Undanfarið hefur hann leikið í sjónvarpsútgáfu kvikmyndarinnar Crash.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.